Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti í Bárðardal - frummatsskýrsla til kynningar

Einbúavirkjun ehf. áformar að reisa 9,8 MW vatnsaflsvirkjun, Einbúavirkjun, í Skálfandafljóti. 

Um er að ræða rennslisvirkjun í landi Kálfborgarár og Einbúa í Bárðardal.

Verkís hefur unnið mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar fyrir Einbúavirkjun ehf. Niðurstöður matsins eru settar fram í frummatsskýrslu sem nú er til kynningar. Þar er staðháttum á framkvæmdasvæði lýst og fjallað er um samræmi við gildandi skipulag og aðrar áætlanir. Fyrirhugaðri framkvæmd er lýst og gerð grein fyrir mati á áhrifum hennar á mismunandi umhverfisþætti. Fjallað er um kynningu og samráð við vinnslu matsins og í lok skýrslunnar eru helstu niðurstöður matsins teknar saman.

Tillaga að framkvæmdinni og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar er til kynningar frá 21. ágúst til 2. október 2019.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. október 2019 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Frummatsskýrslan liggur frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar í Kjarna á Laugum, en einnig er hægt að nálgast hana ásamt fleiri upplýsingum um framkvæmdina á eftirfarandi slóð: 

https://www.verkis.is/thjonusta/umhverfi-og-oryggi/mat-a-umhverfisahrifum/verkefni-i-kynningu/einbuavirkjun