Deiliskipulag Þeistareykjalands - Skipulagslýsing

Í undirbúningi er gerð deiliskipulags Þeistareykjalands í Þingeyjarsveit. Tilgangur með gerð skipulagsins er að skilgreina þætti sem snúa að ferðaþjónustu og samspili hennar við náttúru og nýja virkjun. Unnin verður heildstæð stefna þar sem hagsmunir ólíkra aðila verða samþættir með það að markmiði að gera Þeistareykjaland áhugavert og öruggt fyrir ferðamenn og vernda viðkvæma náttúru svæðisins. Innan skipulagssvæðisins er deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar, sem muna halda gildi sínu.

Í samræmi við ákvæði 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er í upphafi verks lögð fram lýsing fyrirhugaðrar skipulagsvinnu þar sem fram koma áherslur sveitarstjórnar við skipulagsgerðina, upplýsingar um helstu forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Þar er einnig gerð grein fyrir fyrirhuguðu skipulagsferli og kynningu og samráði við íbúa sveitarfélagsins og aðra hagsmunaaðila.

Með framlagningu og kynningu lýsingar hefst samráð við íbúa, umsagnaraðila og aðra hagsmunaaðila og er óskað eftir því að þeir leggi fram sjónarmið og ábendingar, sem að gagni geta komið við gerð skipulagsins.

Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar á Laugum og á vefsíðu sveitarfélagsins https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagsauglysingar.
Ábendingum skal skila skriflega til Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugum eða á netföngin gudjon@skutustadahreppur.is eða helga@thingeyjarsveit.is í síðasta lagi 9. júlí 2020. Tilgreina skal nafn, kennitölu og heimilisfang í innsendum erindum.

 

Guðjón Vésteinsson

Skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar