BYGGINGARFULLTRÚI

Þingeyjarsveit auglýsir 100% starf byggingarfulltrúa laust til umsóknar. Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur eiga í samstarfi um skipulags- og byggingarmál samkvæmt samstarfssamningi þar um og því um að ræða starfsvæði beggja sveitarfélaga.

Starf byggingarfulltrúa er lögbundið, sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Hlutverk hans er að veita embættinu faglega forystu og móta framtíðarstefnu innan ramma laga og reglugerða. Jafnframt að hafa eftirlit og eftirfylgni með að lögum um mannvirki nr. 160/2010, reglugerðum og öðrum lögum byggingarmála sé framfylgt.

Starfssvið:

 • Eftirlit og umsjón með byggingarmálum skv. kafla 3.10.1 í Byggingarreglugerð
 • Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt móttöku og afgreiðslu á byggingarleyfisumsóknum
 • Framkvæmd úttekta, verkefna og útgáfa leyfa í samræmi við samþykktir og samþykki sveitarstjórna
 • Samskipti við opinberar stofnanir, íbúa sveitarfélaganna og aðra þá sem tengjast verkefnum sviðsins
 • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið hverju inni og undir embættið heyra

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Viðkomandi skal hafa löggildinu sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010
 • Reynsla og góð þekking á sviði byggingarmála
 • Æskilegt  er að viðkomandi hafi þekkingu og reynsla á sviði skipulagsmála
 • Góð tölvukunnátta, sérstaklega í AutoCAD
 • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Mikil samskipta- og samstarfshæfni ásamt frumkvæði og öguðum vinnubrögðum í starfi
 • Bílpróf skilyrði

Búset í öðru hvoru sveitarfélagi starfsvæðisins auk þekkingar á staðháttum er kostur.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 23. desember 2019.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri í síma 464 3322/862 0025

Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skila ð á netfangið dagbjort@thingeyjarsveit.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Þingeyjarsveit