Auglýsing um skipulagsmál í Þingeyjarsveit

Breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 – 2022 og deiliskipulagi Skóga í Fnjóskadal

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 31. ágúst 2022 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 – 2022 og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skóga og að tillögunar yrðu auglýstar skv. 31 gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsáformin fela í sér að skilgreindri frístundabyggð vestan Illugastaðavegar er breytt í íbúðabyggð, og byggingarheimildir rýmkaðar. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 140 m2 hámarksgrunnfleti húsa á 9 lóðum sem eru 4.080 - 6.673 m2. Samkvæmt breytingartillögu rýmka byggingarheimildir þannig að hámarksnýtingarhlutfall verði 0,1. Afmörkun lóða og byggingarreita verður óbreytt. Sömuleiðis er lóð 8 í frístundabyggðinni austan Illugastaðavegar minnkuð að beiðni Vegagerðarinnar.

Tillagan með umhverfisskýrslu verður aðgengileg á heimasíðum sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is og www.thingeyjarsveit.is og á skrifstofum sveitarfélagsins. Tillagan er auglýst með umsagnarfresti frá og með miðvikudeginum 14. september til og með miðvikudeginum 26. október 2022. Umsagnir við tillöguna skulu berast skipulagsfulltrúa á netfangið atli@thingeyjarsveit.is eða skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn.

Tillaga að breyttu aðalskipulagi

Tillaga að breyttu deiliskipulagi