Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar vegna breytinga á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar
02.06.2025
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 22. maí 2025 deiliskipulagsbreytingu Þeistareykjavirkjunar.
Svæðið sem tekur breytingum er við skiljustöð þar sem mannvirkjabelti M-2 er stækkað og tveimur lóðum ásamt byggingareitum er bætt við. Markmiðið er að reisa á annarri lóðinn toppþrýstingsvirkjun sem nýtir glatvarma á svæðinu og á hinni aðstöðu fyrir afleidda starfsemi jarðvarmavirkjunarinnar.
Eftir auglýsingu var gerð minniháttar breyting á stærð lóðar og byggingareitar fyrir toppþrýstingsvirkjun. Málið er í skipulagsgátt nr. 423/2025.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar