Auglýsing um fyrirhugað deiliskipulag Fjósatungu í Fnjóskadal

Fyrirhugað er að vinna deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Fjósatungu í Fnjóskadal, Þingeyjarsveit. Um er að ræða um 60 ha svæði þar sem til stendur að skipuleggja lóðir fyrir frístundahús.

Skipulagssvæðið afmarkast af skilgreindu svæði fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi og er svæðið staðsett í hlíðinni sunnan við bæjarstæðið í Fjósatungu. Svæðið nær að gili ofan bæjarhúsanna í Fjósatungu í norðri, að bakka neðan hlíðarinnar í austri, að Grjótá í suðri og upp í um 250 m hæð í vestri. Hlíðin er með aflíðandi halla frá vestri niður til austurs og er hæðarmunur innan svæðisins um 80 m (170-250 m.y.s). Gróðurfar í hlíðinni einkennist af mólendi en í gegnum skipulagssvæðið liggur vegslóði frá Grjótá í suðri og upp hlíðina til norðvesturs.

Þegar vinna við gerð deiliskipulagstillögu hefst, skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu. Í skipulagslýsingu koma fram áherslur sveitarstjórn við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Skipulagslýsing skv.1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar frá og með þriðjudeginum 2. júlí til og með þriðjudeginum 23. júlí 2019.  Lýsingin verður einnig aðgengileg á sama tíma á heimasíðu Þingeyjarsveitar: https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagsauglysingar.  Þeim sem vilja gera athugasemdir við lýsinguna eða koma með ábendingar er gefinn frestur til og með 23. júlí 2019 til að koma þeim skriflega á framfæri til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is

Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður.

Guðjón Vésteinsson,

skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar