Auglýsing um deiliskipulag Fjósatungu í Fnjóskadal

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi hluta jarðarinnar Fjósatungu í Fnjóskadal eins og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Skipulagssvæðið afmarkast af hluta þess svæðis sem skilgreint er fyrir frístundabyggð á jörðinni skv. aðalskipulagi. Skv. gildandi aðalskipulagi er 61,2 ha svæði skilgreint sem frístundabyggð í Fjósatungu og er svæðið staðsett í hlíðinni sunnan við bæjarstæðið í Fjósatungu. Skv. aðalskipulagi nær svæðið að gili ofan bæjarhúsanna í Fjósatungu í norðri, að bakka neðan hlíðarinnar í austri, að Grjótá í suðri og upp í um 250 m hæð í vestri.

Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti ásamt því að skilgreina fyrirkomulag aðkomuvegar og önnur þau ákvæði sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi vegna uppbyggingar frístundabyggðar í Fjósatungu í Fnjóskadal.

Í fyrri áfanga deiliskipulags er gert ráð fyrir 44 lóðum fyrir frístundahús. Af þessum 44 lóðum er gert ráð fyrir að 20 þeirra verði staðsettar á svæði með aflíðandi halla syðst á svæðinu en 24 lóðir í hlíðinni sunnan bæjarstæðis Fjósatungu.

Tillagan að breytingu mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með miðvikudeginum 8. apríl  með athugasemdarfresti til og með miðvikudagsins 20. maí 2020.  Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar:  https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagsauglysingar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.  Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 20. maí 2020.  Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is . Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast þeim samþykkir.