Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2024-2044
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 11. september 2025 að auglýsa tillögu að nýju Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2024- 2044, ásamt umhverfisskýrslu, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Skipulagssvæðið er allt land innan Þingeyjarsveitar sem varð til við sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar árið 2022. Flatarmál sveitarfélagsins er 12.027 km2 að meðtöldum strandsjó innan netlaga.
Margvíslegar breytingar á opinberri stefnumörkun og regluverki hafa orðið frá því að gildandi aðalskipulagsáætlanir voru samþykktar, t.d. landsskipulagsstefna, ýmsar framkvæmdaáætlanir, skipulagsreglugerð o.fl. Síðast en ekki síst má nefna aukna áherslu á sameiginlegt átak jarðarbúa til að bregðast við hnattrænum áskorunum.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma sem er frá 22. september til 4. nóvember 2025. Tillagan er aðgengileg útprentuð á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingey á Laugum og í skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is mál nr. 881/2023 og skal athugasemdum skilað í gegnum gáttina.
Leiðbeiningar um hvernig athugasemdum er skilað inn má nálgast hér: Leiðbeiningar
Kortasjá fyrir aðalskipulagið má nálgast hér: https://geo.alta.is/thing/ask24ask/
Haldnir verða íbúafundir til kynningar á tillögunni og verða þeir auglýstir síðar.
Vegir í náttúru Íslands
Við gerð aðalskipulags ber sveitarfélögum að skila tillögu að skrá um vegi, aðra en þjóðvegi, í náttúru Íslands þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil, sbr. 32. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Tillaga sveitarstjórnar er kynnt samhliða aðalskipulagstillögunni í skipulagsgátt, en er ekki hluti af henni. Tillagan er lögð fram með fyrirvara.
Kortasjá fyrir tillögu sveitarstjórnar um vegi í náttúru Íslands innan Þingeyjarsveitar má nálgast hér: https://geo.alta.is/thing/vini/
Skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar