Ertu að flytja í Þingeyjarsveit?

Skrifstofur Þingeyjarsveitar

Upplýsingar um skrifstofur sveitarfélagsins er að nálgast hér.

Flutningstilkynning

Flutning skal tilkynna á þar til gerðum eyðublöðum á skrifstofu Þingeyjarsveitar. Einnig er hægt að tilkynna flutning rafrænt á vefjunum skra.is og island.is

Nýbyggingar og aðrar byggingaframkvæmdir

Allar upplýsingar um byggingaframkvæmdir veitir Rögnvaldur Harðarson byggingarfulltrúi. 
Sími: 464-1809
 

Sorpmál

Gámaþjónusta Norðurlands sér um sorphirðu í Þingeyjarsveit og er notast við þriggja tunnu flokkunarkerfi. Í Þingeyjarsveit er opið fyrir móttöku sorps frá almenningi og fyrirtækjum við Grímsstaði í Mývatnssveit og á Stórutjörnum. Á gámasvæðinu verður starfsmaður með fasta viðveru. Allar upplýsingar um flokkun, losun á tunnum og opnunartíma á gámavellinum má nálgast HÉR. Einnig má finna þessar upplýsignar undir sorpmál.

Menntun

Leikskólar
Þingeyjarsveit rekur fjórar leikskóladeildir. Barnaborg og Krílabær eru deildir innan Þingeyjarskóla og Tjarnaskjól er leikskóladeild innan Stórutjarnaskóla. Barnaborg er staðsett á Hafralæk og Krílabær er staðsettur á Laugum. Tjarnaskjól er staðsett á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Leikskólinn Ylur er staðsettur í Reykjahlíð.

Vefur Barnaborgar
Vefur Krílabæjar
Vefur Tjarnaskjóls
Vefur Yls

Grunnskólar
Í Þingeyjarsveir eru reknir þrír grunnskólar, Stórutjarnaskóli, Þingeyjarskóli og Reykjahlíðarskóli. Stórutjarnaskóli er staðsettur á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði, Þingeyjarskóli er staðsettur á Hafralæk í Aðaldal og Reykjahlíðarskóli er staðsettur í Reykjahlíð í Mývatnssveit.

Vefur Stórutjarnaskóla
Vefur Þingeyjarskóla
Vefur Reykjahlíðarskóla

Tónlistarskóli
Í Þingeyjarsveit eru reknar tónlistadeildir undir hverjum grunnskóla, Stórutjarna-, Þingeyjar-, og Reykjahlíðarskóla.

Vefur tónlistadeildar Stórutjarnaskóla
Vefur tónlistadeildar Þingeyjarskóla

Bókasöfn
Fjögur bókasöfn eru staðsett í Þingeyjarsveit. Bókasafn Reykdæla, Bókasafnið í Stórutjarnaskóla, Bókasafn Aðaldæla við Ýdali og Bókasafn Mývatnssveitar.
Nánar er hægt að lesa um bókasöfnin HÉR.

Framhaldsskóli
Á Laugum er starfandi framhaldsskóli.

Vefur framhaldsskólans á Laugum

Íþrótta- og tómstundastarf

Fjölmörg íþrótta- og ungmennafélög eru starfandi innan sveitarfélagsins.
Á Laugum er 25 metra sundlaug ásamt íþróttasvæði með góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar.
 

Heilsugæsla

Heilbrigðisstofnun Norðurlands starfar í Þingeyjarsveit. Hægt er að fara inná heimasíðu heilbrigðisstofnunar Norðurlands til að afla sér frekari upplýsingar.

Sími

Hægt er að flytja með sér gamla númerið milli landshluta, hafa skal samband við viðkomandi þjónustuaðila á hverjum stað til að láta flytja númerið.
 

Almenningssamgöngur

Strætó sér um áætlunarferðir milli staða á Norðurlandi, sjá heimasíðu Strætó.
Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur.  
Flugvöllurinn er staðsettur í Aðaldal. Nánar um flugáætlun til Húsavíkur á vef Ernis HÉR.
 

Ýmis þjónusta

Embætti Sýslumanns á Norðurlandi eystra er með skrifstofu á Húsavík.  Nánar um opnunartíma og þjónustu er að finna á vef embættisins.
Í sveitarfélaginu eru matsölustaðir, matvörubúð, matarskemma, hárgreiðslustofa, snyrtistofa, slökkvilið, íþróttafélög og björgunarsveitir svo dæmi séu tekin.