Heimilisfang: Kjarna, 650 Laugum
Sveitafélagsnúmer: 6612
Sími: 464-3322
Fax: 464-3422
Netfang: thingeyjarsveit@thingeyjarsveit.is
Afgreiðsla er opin alla virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 og 12:30 - 15:00.
Í stjórnsýsluhúsinu fer fram megin hluti allrar skrifstofustarfsemi sveitarfélagsins. Hlutverk starfseminnar í Stjórnsýsluhúsinu er fyrst og fremst að veita íbúum og stofnunum sveitarfélagsins þjónustu ásamt því að vera tengiliður við fyrirtæki og stofnanir innan og utan sveitarfélagsins.
Flutning skal tilkynna á þar til gerðum eyðublöðum á skrifstofu Þingeyjarsveitar. Einnig er hægt að tilkynna flutning rafrænt á vefjunum skra.is og island.is
Gámaþjónusta Norðurlands sér um sorphirðu í Þingeyjarsveit og er notast við þriggja tunnu flokkunarkerfi. Í Þingeyjarsveit er opið fyrir móttöku sorps frá almenningi og fyrirtækjum á nýju gámasvæði á Stórutjörnum. Á gámasvæðinu verður starfsmaður með fasta viðveru. Allar upplýsingar um flokkun, losun á tunnum og opnunartíma á gámavellinum má nálgast HÉR. Einnig má finna þessar upplýsignar undir sorpmál.
Leikskólar
Þingeyjarsveit rekur þrjár leikskóladeildir. Barnaborg og Krílabær eru deildir innan Þingeyjarskóla og Tjarnaskjól er leikskókadeild innan Stórutjarnaskóla. Barnaborg er staðsett á Hafralæk og Krílabær er staðsettur á Laugum. Tjarnaskjól er staðsett á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði.
Vefur Barnaborgar
Vefur Krílabæjar
Vefur Tjarnaskjóls
Grunnskólar
Í Þingeyjarsveir eru reknir tveir grunnskólar, Stórutjarnaskóli og Þingeyjarskóli. Stórutjarnaskóli er staðsettur á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði og Þingeyjarskóli er staðsettur á Hafralæk í Aðaldal.
Vefur Stórutjarnaskóla
Vefur Þingeyjarskóla
Tónlistarskóli
Í Þingeyjarsveit eru reknar tónlistadeildir undir hvorum grunnskóla. Önnur deildin er því í Stórutjarnaskóla og hin í Þingeyjarskóla.
Vefur tónlistadeildar Stórutjarnaskóla
Vefur tónlistadeildar Þingeyjarskóla
Bókasöfn
Þrjú bókasöfn eru staðsett í Þingeyjarsveit. Bókasafn Reykdæla, Bókasafnið í Stórutjarnaskóla og Bókasafn Aðaldæla við Ýdali. Nánar er hægt að lesa um bókasöfnin HÉR.
Framhaldsskóli
Á Laugum er starfandi framhaldsskóli.
Vefur framhaldsskólans á Laugum
Seigla - miðstöð sköpunar
Seigla - miðstöð sköpunar er umgjörð um starfsemi og þjónustu í Þingeyjarsveit og er til húsa í fyrrum Litlulaugaskóla. Þekkingarnet Þingeyinga er með aðstöðu í Seiglu og býður uppá námsver fyrir háskólanema, fjarfundabúnað og fjarpróf auk þess að eiga í nánu samstarfi við verkefnastjóra Seiglu um námskeiðahald í Þingeyjarsveit. Í Seiglu er opin handverksaðstaða fyrir íbúa Þingeyjarsveitar, börn verða þó að vera í fylgd með fullorðnum. Einnig er afar góð aðstaða til funda- og námskeiðahalds, með húsrúm fyrir allt að 40 manns. Húsnæðið er ljósleiðaratengt og hefur þráðlaust net. Nánari upplýsingar um Seiglu má nálgast HÉR.
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri, www.unak.is, er einungis í 40 mínútna akstursfjarlægð frá Laugum og því auðvelt fyrir íbúa Þingeyjarsveitar að stunda nám við skólann. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun leiðin til Akureyrar styttast verulega og gera þennan valkost enn fýsilegri.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands starfar í Þingeyjarsveit. Hægt er að fara inná heimasíðu heilbrigðisstofnunar Norðurlands til að afla sér frekari upplýsingar.