Fara í efni

Umhverfisnefnd

30. fundur 13. nóvember 2025 kl. 09:00 - 10:00 í Þingey
Nefndarmenn
  • Árni Pétur Hilmarsson
  • Sigrún Jónsdóttir
  • Rúnar Ísleifsson
  • Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Ingimar Ingimarsson
Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson
Dagskrá

1.Samningur um seyrulosun í landi Litlu-Strandar - uppsögn

Málsnúmer 2511026Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur uppsögn á samningi um seyrulosun í landi Litlu-Strandar þar sem hún hefur ekki verið nýtt lengi.
Nefndin þakkar samstarfið og leggur til við sveitarstjórn að samningnum verði sagt upp.

2.Samráðshópur um Loftslagsstefnu Norðurlands eystra

Málsnúmer 2511027Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fyrsta fundargerð samráðshóps SSNE fyrir sameiginlega loftsslagsstefnu.
Nefndin þakkar kynninguna og fagnar þessu starfi og tekur undir mikilvægi þess að loftslagsmálin séu unnin á víðari grunni.

3.Laugafiskur - athugasemdir frá íbúum og eigendum fasteigna vegna starfsemi fyrirtækisins

Málsnúmer 2510060Vakta málsnúmer

Tekin eru fyrir bréf frá Magna Lögmönnum ehf, Haraldi R. Sverrissyni og Símoni H. Sverrissyni vegna fiskþurrkunar Samherja á Laugum í Reykjadal.
Umhverfisnefnd þakkar bréfriturum fyrir að vekja athygli á málinu. Nefndin tekur undir áhyggjur bréfritara vegna lyktar- og hávaðamengunar frá fiskþurrkunarverksmiðju Samherja á Laugum í Reykjadal. Nefndin lýsir jafnframt ánægju sinni með þær aðgerðir sem fyrirtækið hefur lagst í til að draga úr mengun. Fiskþurrkun hefur verið starfrækt á Laugum síðan 1988 og hefur veitt fjölda fólks atvinnu í gegnum tíðina, en nú vinna um 15 manns í verksmiðjunni. Fyrirtækið starfar eftir starfsleyfi sem Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra gefur út. Við endurnýjun leyfisins 2023 voru gerðar alvarlegar athugasemdir við lyktar- og hávaðamengun frá fyrirtækinu og fyrirtækinu gefinn frestur til að lagfæra frávikin. Fyrirtækið hefur tekið þessar athugasemdir alvarlega og ráðist í framkvæmdir til þess að minnka bæði lykt og hávaða. Umhverfisnefnd hvetur Samherja til að kynna fyrir íbúum þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í og mögulegan ávinning af þeim. Einnig hvetur umhverfisnefnd, Samherja og Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra til þess að tryggja að opið vöktunarferli verði með ávinningi framkvæmdanna.

Umhverfisnefnd bendir bréfritum á að hvorki útgáfa né eftirlit með starfsleyfum eru á borði nefndarinnar eða sveitarfélagsins. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra gefur út og hefur eftirlit með starfsleyfiskyldum aðilum. Það er því eðlilegt, hafi bréfritarar athugasemd við starfsleyfi fyrirtækisins, að slíkum athugasemdum sé beint til Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra eða fyrirtækisins sjálfs.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að haldinn verði íbúafundur hið fyrsta um málefni fiskþurrkunarverksmiðju Samherja á Laugum. Á þann fund verði boðaðir fulltrúar Samherja og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?