Fara í efni

Samningur um seyrulosun í landi Litlu-Strandar - uppsögn

Málsnúmer 2511026

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 30. fundur - 13.11.2025

Fyrir nefndinni liggur uppsögn á samningi um seyrulosun í landi Litlu-Strandar þar sem hún hefur ekki verið nýtt lengi.
Nefndin þakkar samstarfið og leggur til við sveitarstjórn að samningnum verði sagt upp.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 68. fundur - 13.11.2025

Á 30. fundi umhverfisnefndar sem haldinn var 13. nóvember var eftirfarandi bókað og samþykkt varðandi uppsögn Birgis Steingrímssonar á samningi um seyrulosun:

"Nefndin þakkar samstarfið og leggur til við sveitarstjórn að samningnum verði sagt upp."
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að segja upp umræddum samningi.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?