Fara í efni

Búnaðarstyrkur - Minka- og refaveiðimenn

Málsnúmer 2510025

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 23. fundur - 13.10.2025

Nefndin fór yfir reglur um úthlutun styrkja til búnaðarkaupa minka- og refaveiðifólks sem sveitarfélagið á að úthluta árlega sbr. 4. grein reglna um refa- og minkaveiðar.
Nefndin felur sviðsstjóra að auglýsa eftir umsóknum um búnaðarstyrkinn á heimasíðu sveitarfélagsins og sérstaklega til veiðimanna í gegnum tölvupóst.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 24. fundur - 08.12.2025

Teknar fyrir umsóknir um styrki til búnaðarkaupa.
Farið yfir umsóknir um búnaðarstyrk frá minka-og refaveiðimönnum. Nefndin frestar afgreiðslu umsókna uns ný fjárhagsáætlun tekur gildi.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 25. fundur - 12.01.2026

Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd liggjabeiðnir um búnaðarstyrki frá þremur refa- og minkaveiðimönnum en skv. nýsamþykktum úthlutunarreglum geta veiðimenn sótt um slíka styrki til sveitarfélagsins. Í ár er gert ráð fyrir 250 þúsund í úthlutun í fjárhagsáætlun.

Samþykkt að skipta þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru í þrjá jafna hluta. Skila þarf inn kvittunum fyrir tækjakaupum við útgreiðslu styrks.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?