Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit
Dagskrá
1.Búnaðarstyrkur - Minka- og refaveiðimenn
Málsnúmer 2510025Vakta málsnúmer
Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd liggjabeiðnir um búnaðarstyrki frá þremur refa- og minkaveiðimönnum en skv. nýsamþykktum úthlutunarreglum geta veiðimenn sótt um slíka styrki til sveitarfélagsins. Í ár er gert ráð fyrir 250 þúsund í úthlutun í fjárhagsáætlun.
2.Kjarni - atvinnustarfsemi
Málsnúmer 2601016Vakta málsnúmer
Fyrirhugað er að koma á fjölbreyttri atvinnustarfsemi í Kjarna á Laugum en það húsnæði hefur staðið autt frá því sveitarfélagið flutti úr Kjarna haustið 2024. Lagt fram minnisblað um hugsanleg tækifæri til nýtingar húsnæðisins.
Nefndin lýsir ánægju sinni með það að verið sé að koma starfsemi af stað í húsnæðinu og leggur áherslu á við sveitarstjórn að sótt verði um í þá sjóði sem styðja við fyrirhugaða uppbyggingu á sviði þjónustu og heilbrigðismála.
3.2G og 3G útfösun - staða
Málsnúmer 2601021Vakta málsnúmer
Skv. áætlun farsímafyrirtækjanna frá 2022 verður lokun 2G og 3G farsímaþjónustu lokið um mitt ár 2026.
Vandamál hafa verið að koma upp í eldri búnaði farsíma, símum sem keyptir hafa verið erlendis og tækjum sem ekki hafa verið uppfærð eða stillt rétt. Í sumum tilfellum hafa komið upp tæknileg vandkvæði við aðgang að 112 sem rekja má til ofangreindra þátta.
Vandamál hafa verið að koma upp í eldri búnaði farsíma, símum sem keyptir hafa verið erlendis og tækjum sem ekki hafa verið uppfærð eða stillt rétt. Í sumum tilfellum hafa komið upp tæknileg vandkvæði við aðgang að 112 sem rekja má til ofangreindra þátta.
Nefndin lýsir yfir áhyggjum af fjarskiptasambandi í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að öruggt samband sé fyrir hendi þannig að ávallt verði hægt að ná sambandi við neyðarþjónustu.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að boðaður verði fundur með Fjarskiptastofu þar sem farið verður yfir þessar breytingar og með hvaða hætti er hægt að forðast það að rof verði á sambandi í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að boðaður verði fundur með Fjarskiptastofu þar sem farið verður yfir þessar breytingar og með hvaða hætti er hægt að forðast það að rof verði á sambandi í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Samþykkt samhljóða.