Kjarni - atvinnustarfsemi
Málsnúmer 2601016
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 25. fundur - 12.01.2026
Fyrirhugað er að koma á fjölbreyttri atvinnustarfsemi í Kjarna á Laugum en það húsnæði hefur staðið autt frá því sveitarfélagið flutti úr Kjarna haustið 2024. Lagt fram minnisblað um hugsanleg tækifæri til nýtingar húsnæðisins.
Nefndin lýsir ánægju sinni með það að verið sé að koma starfsemi af stað í húsnæðinu og leggur áherslu á við sveitarstjórn að sótt verði um í þá sjóði sem styðja við fyrirhugaða uppbyggingu á sviði þjónustu og heilbrigðismála.