Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit
Dagskrá
1.Atvinnustefna Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2503064Vakta málsnúmer
Vinna við atvinnustefnu Þingeyjarsveitar.
Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar að taka saman gögn málsins í minnisblað sem hægt verði að vinna með í vinnu nefndarinnar.
2.Fjallskiladeildir 2022-2026
Málsnúmer 2502018Vakta málsnúmer
Nefndin fór yfir fjallskilamál.
Nefndin leggur áherslu á að allar fyrirspurnir um styrki vegna fjallskilamála komi skriflega til nefndarinnar svo hægt verði að taka afstöðu til þeirra.
3.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - starfsáætlun
Málsnúmer 2501020Vakta málsnúmer
Farið yfir starfsáætlun nefndarinnar.
Starfsáætlun nefndarinnar að áramótum tekin fyrir og samþykkt.
4.Matarskemma - nýsköpunarverkefni - tilraunaverkefni
Málsnúmer 2508006Vakta málsnúmer
Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd liggur til kynningar fyrirspurn frá Alfreð Steinmar Hjaltasyni er varðar nýsköpunarverkefni á sviði matvælavinnslu en Alfreð hefur hug á að vinna að verkefninu í Matarskemmunni á Laugum.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og bendir á að Matarskemman hafi verið stofnuð um sambærileg verkefni og eigi að vera opin öllum.
Fundi slitið - kl. 11:30.