Kennarafélag Framhaldsskólans á Laugum - ályktun vegna fyrirhugaðrar lokunar á leikskóladeild Krílabæjar
Málsnúmer 2505102
Vakta málsnúmerFræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 27. fundur - 05.06.2025
Gunnhildur Hinriksdóttir vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu. Greidd atkvæði um vanhæfi og það samþykkt. Gunnhildur vék af fundi undir þessum lið.
Fyrir fræðslu- og velferðarnefnd liggur ályktun frá Kennarafélagi Framhaldskólans á Laugum, móttekin 30.05.2025, vegna fyrirhugaðrar lokunar á leikskóladeild Krílabæjar.
Fræðslu- og velferðarnefnd tekur undir áhyggjur kennarafélags Framhaldsskólans og beinir því til sveitarstjórnar að taka tillit til þessarar ályktunar við ákvörðun um framtíð leikskóladeildarinnar í Krílabæ.
Gunnhildur Hinriksdóttir kom aftur til fundar að umfjöllun lokinni.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 60. fundur - 06.06.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur ályktun frá Kennarafélagi Framhaldskólans á Laugum, móttekin 30.05.2025, vegna fyrirhugaðrar lokunar á leikskóladeild Krílabæjar.
Fræðslu- og velferðarnefnd tók undir áhyggjur kennarfélags framhaldsskólans og beinir því til sveitarstjórnar að taka tillit til ályktunar kennarafélagsins við ákvörðun um framtíð leikskóladeildarinnar Krílabæjar.
Fræðslu- og velferðarnefnd tók undir áhyggjur kennarfélags framhaldsskólans og beinir því til sveitarstjórnar að taka tillit til ályktunar kennarafélagsins við ákvörðun um framtíð leikskóladeildarinnar Krílabæjar.
Sveitarstjórn þakkar Kennarafélagi Framhaldsskólans á Laugum fyrir greinargóða ályktun og vísar til bókunar sveitarstjórnar undir dagskrárlið 4.