Fara í efni

Víkingurinn 2025 - heimsókn í sveitarfélagið - umsókn um styrk

Málsnúmer 2504024

Vakta málsnúmer

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 25. fundur - 06.05.2025

Fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd liggur umsókn frá félagi kraftamanna um styrk og ósk um heimsókn í sveitarfélagið í tengslum við Víkinginn 2025 sem haldinn verður dagana 11. - 13. júlí nk.
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd telur þetta verkefni áhugavert og mælir með því við sveitarstjórn að greiða götu félags kraftamanna svo hægt sé að halda viðburð í Þingeyjarsveit tengdan Víkingnum 2025.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 59. fundur - 22.05.2025

Á 25. fundi íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað undir lið 1 varðandi umsókn frá félagi kraftamanna um styrk og heimsókn í sveitarfélagið í tengslum við Víkinginn 2025 sem haldinn verður dagana 11. -13. júlí nk:

"Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd telur þetta verkefni áhugavert og mælir með því við sveitarstjórn að greiða götu félags kraftamanna svo hægt sé að halda viðburð í Þingeyjarsveit tengdan Víkingnum 2025."
Til máls tóku: Jóna Björg og Knútur.

Sveitarstjórn þakkar áhuga kraftamanna á sveitarfélaginu en getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?