Víkingurinn 2025 - heimsókn í sveitarfélagið - umsókn um styrk
Málsnúmer 2504024
Vakta málsnúmerÍþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 25. fundur - 06.05.2025
Fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd liggur umsókn frá félagi kraftamanna um styrk og ósk um heimsókn í sveitarfélagið í tengslum við Víkinginn 2025 sem haldinn verður dagana 11. - 13. júlí nk.
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd telur þetta verkefni áhugavert og mælir með því við sveitarstjórn að greiða götu félags kraftamanna svo hægt sé að halda viðburð í Þingeyjarsveit tengdan Víkingnum 2025.