Fara í efni

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit

25. fundur 06. maí 2025 kl. 14:00 - 16:00 í Þingey
Nefndarmenn
  • Ósk Helgadóttir
  • Eyþór Kári Ingólfsson
  • Katla Valdís Ólafsdóttir
  • Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
  • Úlla Árdal var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Snæþór Haukur Sveinbjörnsson
Starfsmenn
  • Ásta F. Flosadóttir
Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir
Dagskrá

1.Víkingurinn 2025 - heimsókn í sveitarfélagið - umsókn um styrk

Málsnúmer 2504024Vakta málsnúmer

Fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd liggur umsókn frá félagi kraftamanna um styrk og ósk um heimsókn í sveitarfélagið í tengslum við Víkinginn 2025 sem haldinn verður dagana 11. - 13. júlí nk.
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd telur þetta verkefni áhugavert og mælir með því við sveitarstjórn að greiða götu félags kraftamanna svo hægt sé að halda viðburð í Þingeyjarsveit tengdan Víkingnum 2025.

2.Menningarmál - úthlutun menningarstyrkja 2025 fyrri úthlutun

Málsnúmer 2505004Vakta málsnúmer

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd auglýsti fyrri styrkúthlutun menningarstyrkja þann 12. mars sl.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að eftirtaldir aðilar hljóti styrk:
Landablanda með kvartettinum Norðangarra, 50.000 kr.
Landsbyggðaráðstefna Félags þjóðfræðinga á Íslandi 2025, haldin í Þingeyjarsveit, 270.000 kr.
Vorfagnaður Hreims í tilefni 50 ára afmælis, 100.000 kr.
Kvenfélag Fnjóskdæla vegna 120 ára afmæli Kvenfélags Fnjóskdæla, 100.000 kr.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?