Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Málsnúmer 2512019
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 70. fundur - 11.12.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta tímabundna ráðningu Rögnvaldar Harðarsonar í starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs. Rögnvaldur hefur undanfarin ár gegnt störfum byggingafulltrúa og verkefnastjóra framkvæmda hjá Þingeyjarsveit. Rögnvaldur er byggingafræðingur B.Sc. frá Vitus Bering í Danmörku og húsasmíðameistari, auk þess sem hann hefur löggildingu í gerð eignaskiptayfirlýsinga og merkjalýsinga. Hann hefur umfangsmikla reynslu af eftirliti með verklegum framkvæmdum í gegnum starf sitt sem sérfræðingur brunabótamats hjá HMS á árunum 2013-2023 ásamt mikilli þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Einnig hefur Rögnvaldur starfað við hönnun, byggingastjórn og framleiðslu.
Rögnvaldur mun áfram sinna starfi byggingafulltrúa meðfram starfi sviðsstjóra.
Rögnvaldur mun áfram sinna starfi byggingafulltrúa meðfram starfi sviðsstjóra.
Sveitarstjórn samþykkir tímabundna ráðningu Rögnvaldar í starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningu hans.
Samþykkt samhljóða.