Fara í efni

Samgöngumál

Málsnúmer 2512018

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 70. fundur - 11.12.2025

Á dögunum lagði ríkistjórnin fram tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2026 -2040 ásamt fimm ára áætlun. Í þeirri tillögu sem liggur frammi er m.a. kynnt áætlun um vegaframkvæmdir í Þingeyjarsveit.
Til máls tóku: Eyþór Kári, Jóna Björg.

Sveitarstjórn fagnar þeim verkefnum í sveitarfélaginu sem eru á fyrsta framkvæmdatímabili nýrrar samgönguáætlunar, Bárðardalsvegur vestri og Norðausturvegur um Skjálfandafljót Sveitarstjórn treystir því að þessi verkefni komi til framkvæmda.
Sveitarstjórn vill einnig árétta mikilvægi annarra framkvæmda í sveitarfélaginu sem eru komin á tíma s.s. einbreið brú yfir Jökulsá á Fjöllum á hringvegi, og einbreið brú við Goðafoss, einnig á hringvegi og hvorutveggja eru framkvæmdir sem miklvægar eru fyrir almannaöryggi.

Samþykkt samhljóða.

Getum við bætt efni þessarar síðu?