Skipulagsnefnd - 44
Málsnúmer 2512003F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 70. fundur - 11.12.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 44. fundar skipulagsnefndar sem haldinn var 10. desember. Fundargerðin er í átta liðum. Dagskrárlið nr. 7 er vísað til sveitarstjórnar og er það sérstakur liður hér á fundinum.
Til máls tóku: Jóna Björg og Eyþór Kári.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar undir lið nr. 1 í fundargerð og gerir að sinni.
"Skipulagsnefnd gerir athugasemd við niðurfellingu umræddra vega af vegaskrá. Afmörkun þéttbýlanna í aðalskipulagi sýnir stefnu um frekari uppbyggingu á svæðinu og að viðkomandi byggð muni í framtíðinni uppfylla skilgreiningu skipulagslaga um þéttbýli sem er skv. 2. gr. skipulagslaga 28. staflið: "Þéttbýli: Þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka má þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags."
Til vara mótmælir skipulagsnefnd því að taka við umræddum vegum í því ástandi sem þeir eru. Í bréfum vegna niðurfellingar segir að Vegagerðin hafi sinnt veghaldi þessara vega og fer nefndin fram á að ef komi til þess að sveitarfélagið taki við vegunum þá sjái Vegagerðin til þess að þeir séu lagaðir og þeim komið í gott ástand.
Sveitarfélagið óskar skýringa á því af hverju verið er að ganga í þessi mál á þessum tímapunkti þegar nýtt aðalskipulag er á lokametrunum þar sem afmörkunum þéttbýla er breytt."