ADHD samtökin - umsókn um styrk vegna fræðslu
Málsnúmer 2511058
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 70. fundur - 11.12.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur styrkbeiðni frá ADHD samtökunum þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins, helst þannig að það myndi tryggja íbúum sveitarfélagsins eða starfsfólki þess viðeigandi fræðslu um ADHD á komandi ári. ADHD samtökin bjóða margskonar fræðslu, fyrir leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar, foreldra, almenning og starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja og stofnanna og er eitt helsta markmið samtakanna að sem flestir hópar samfélagsins, fái notið þessarar fræðslu, ekki síst þeir hópar sem vinna með börnum. Með því móti er unnið gegn fordómum og lífsskilyrði og starfsumhverfi allra í sveitarfélaginu bætt.
Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100-500 þúsund sem nýttur yrði skv. nánara samkomulagi.
Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100-500 þúsund sem nýttur yrði skv. nánara samkomulagi.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við beiðninni að sinni.
Samþykkt samhljóða.