Heildarsamningur sveitarfélaga við STEF
Málsnúmer 2511011
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 68. fundur - 13.11.2025
STEF, félagasamtök tón- og textahöfunda á Íslandi, hefur óskað eftir viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga um gerð rammasamnings um greiðslur leyfisgjalda fyrir leyfi til flutnings tónlistar hjá sveitarfélögum landsins og stofnunum þeirra. Málið var tekið fyrir á fundi í stjórn Sambandsins þann 12. september sl. Í tengslum við þá umræðu bókaði stjórn eftirfarandi:
"Stjórn samþykkir að leitað verði til sveitarfélaga um afstöðu til þess hvort Sambandið eigi að vinna að heildarsamningi við STEF fyrir hönd þeirra."
Með vísan til framangreinds er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort að það óski eftir að Sambandið vinni að heildarsamningi við STEF fyrir hönd sveitarfélagsins.
"Stjórn samþykkir að leitað verði til sveitarfélaga um afstöðu til þess hvort Sambandið eigi að vinna að heildarsamningi við STEF fyrir hönd þeirra."
Með vísan til framangreinds er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort að það óski eftir að Sambandið vinni að heildarsamningi við STEF fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.