Fara í efni

Flugklasinn - staða millilandaflugs um Akureyrarflugvöll - eftirfylgni áskorunar sveitarfélaga á Norðurlandi

Málsnúmer 2510066

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 68. fundur - 13.11.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands varðandi Flugklasann Air 66N og eftirfylgni áskorunar sveitarfélaga Norðurlands að millilandaflugi um Akureyrarflugvöll
Sveitarstjórn samþykkir áframhaldandi stuðning við Flugklasann að fjárhæð 500 kr. á íbúa í sveitarfélaginu og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. Sveitarstjórn lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi uppbyggingu og markaðssetningu Akureyrarflugvallar sem annan valkost þeirra sem fljúga til og frá landinu.

Samþykkt með sjö atkvæðum. Halldór Þorlákur Sigurðsson situr hjá.
Getum við bætt efni þessarar síðu?