Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða - auglýst eftir styrktarumsóknum
Málsnúmer 2510010
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 23. fundur - 13.10.2025
Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd liggur auglýsing frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026. Umsóknarfrestur er til kl. 13:00, 4. nóvember nk.
Nefndin felur sviðsstjóra að vinna áfram þær umsóknir sem þegar eru í vinnslu en þær eru Þeistareykir, Aldeyjarfoss, Höfði og göngu- og hjólreiðastígur í kringum Mývatn. Nefndin felur sviðsstjóra að auglýsa á vef sveitarfélagsins umsóknarfrest fyrir styrki frá framkvæmdasjóði ferðamanna og aðstoða þá sem vilja sækja um.