Fara í efni

Krílabær - framtíð

Málsnúmer 2506026

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 60. fundur - 06.06.2025

Sveitarstjórn hefur verið að rýna rekstur skóla sveitarfélagsins á undanförnum mánuðum. Varðandi leikskóladeildina Krílabæ var til skoðunar lokun á deildinni frá og með haustinu.
Til máls tóku: Knútur, Arnór og Eyþór.

Oddviti lagði fram bókun.

Þann 27. mai sl. voru starfsmenn og foreldrar barna á leikskóladeildinni Krílabæ á Laugum boðaðir á fund oddvita, sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Þar gerði oddviti grein fyrir áformun sveitarstjórnar um að hætta rekstri leikskóladeildarinnar með haustinu. Áformin voru gagnrýnd og voru foreldrar hvattir til að senda athugasemdir sínar til sveitarstjórnar áður en formleg ákvörðun yrði tekin.
Eins og fram hefur komið bárust erindi frá foreldrum, kennarafélagi Framhaldsskólans á Laugum ofl. þar sem áformunum var mótmælt. Fræðslu- og velferðarnefnd beinir því til sveitarstjórnar í fundargerð sinni þann 5. júní sl. að taka mið af þeim athugasemdum sem bárust og formfesta ekki áform sín um lokun leikskóladeildarinnar.
Sveitarstjórn þakkar foreldrum og öðrum fyrir málefnaleg og skýr sjónarmið sem fram koma í innsendum erindum og hefur ákveðið að taka tillit til skoðana þessara aðila og halda leikskólastarfi áfram í Krílabæ.
Sveitarstjórn mun leitast við í samráði við foreldra og starfsfólk að viðhalda faglegu starfi sem taki mið af farsæld barnanna, þörfum foreldra og þróunar samfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?