Fara í efni

Jarðhiti jafnar leikinn - umsókn um styrk

Málsnúmer 2504061

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 59. fundur - 22.05.2025

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna átaksins Jarðhiti jafnar leikinn, sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti nýlega. Um er að ræða stærsta jarðhitaátak sem farið hefur verið í hér á landi á þessari öld, en alls verður einum milljarði króna varið í átak til leitar og nýtingar jarðhita á árunum 2025-2028. Áhersla er lögð á stuðning við nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar.
Til máls tóku: Jóna Björg og Gerður.

Sveitarstjórn fagnar átaki umhverfisráðherra og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að senda inn tvær umsóknir í sjóðinn.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?