Þinghúsið Maríugerði - umsókn um breytta skráningu úr sumarhúsi í íbúð
Málsnúmer 2503012
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 34. fundur - 19.03.2025
Sótt er um að breyta skráningu Þinghússins Maríugerðis í Kinn úr sumarhúsi í íbúðarhús og breyta lóðinni úr sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð. Skráning hússins fyrir árið 2004 var íbúð.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að gerð verði grein fyrir heimreið og aðkomu þjónustuaðila sem send verður til Vegagerðarinnar til umsagnar. Málinu er frestað.
Skipulagsnefnd - 37. fundur - 18.06.2025
Sótt er um að breyta skráningu Þinghússins Maríugerðis í Kinn úr sumarhúsi í íbúðarhús og breyta lóðinni úr sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð. Skráning hússins fyrir árið 2004 var íbúð. Skipulagsnefnd tók jákvætt í erindið á fundi 19. mars sl. en óskaði eftir að gerð verði grein fyrir heimreið og aðkomu þjónustuaðila sem send verður til Vegagerðarinnar til umsagnar.
Skipulagsnefnd samþykkir breytta skráningu Þinghússins Maríugerðis í Kinn og felur byggingafulltrúa að ljúka málinu.
Skipulagsnefnd ítrekar fyrri afgreiðslu um nauðsyn þess að heimreiðin geti borið nauðsynlega umferð þjónustuaðila.
Skipulagsnefnd ítrekar fyrri afgreiðslu um nauðsyn þess að heimreiðin geti borið nauðsynlega umferð þjónustuaðila.