Fara í efni

Þingeyjarskóli - skólastarf

Málsnúmer 2410005

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 27. fundur - 05.06.2025

Lilja Friðriksdóttir skólastjóri Þingeyjarskóla gerir grein fyrir starfinu í vetur.
Lilja fór yfir starfið nú á vordögum. Útlit er fyrir fækkun barna í Þingeyjarskóla næsta haust og verða þau rúmlega 60 í grunnskóladeildinni, þar sem mjög stór árgangur er að ljúka námi í 10. bekk.
Á skólaslitum var kynnt nýtt merki Þingeyjarskóla, byggt á listaverki eftir Gerði Fold nemanda Barnaborgar, en hún hefði útskrifast úr leikskóla núna í vor. Fræðslu- og velferðarnefnd óskar Þingeyjarskóla til hamingju með nýtt merki.
Nefndin þakkar Lilju Friðriksdóttur samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?