Byggðarráð
Málsnúmer 2305033
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 56. fundur - 27.02.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga frá Eyþóri Kára Ingólfssyni f.h. minnihluta þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar þar sem felldur yrði niður V. kafli um byggðarráð. Jafnframt yrði gerð sú breyting að sveitarstjórn fundi a.m.k. tvisvar í mánuði.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 59. fundur - 22.05.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um breytingu á fastanefndum sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Eyþór Kári, Knútur, Arnór, Árni Pétur og Gerður.
Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta:
Minnihluti telur að það sé mikil framför í því að leggja niður byggðarráð og fjölga fundum í sveitarstjórn. Með því að auka samtal og funda oftar í sveitarstjórn verður ákvarðanataka og skilvirkni betri.
Minnihluti styður að leggja niður byggðarráð enda höfum við áður lagt fram samhljóma tillögu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
Byggðarráð var stofnað um mitt ár 2023 vegna fjölda fyrirliggjandi verkefna sem tengdust sameiningu sveitarfélaganna. Nú eru flest verkefnin að komast í fastar skorður og hefur byggðarráð því þjónað þeim tilgangi sem til var ætlast.
Sveitarstjórn samþykkir að fella byggðarráð úr samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar.
Samþykkt samhljóða.
Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta:
Minnihluti telur að það sé mikil framför í því að leggja niður byggðarráð og fjölga fundum í sveitarstjórn. Með því að auka samtal og funda oftar í sveitarstjórn verður ákvarðanataka og skilvirkni betri.
Minnihluti styður að leggja niður byggðarráð enda höfum við áður lagt fram samhljóma tillögu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
Byggðarráð var stofnað um mitt ár 2023 vegna fjölda fyrirliggjandi verkefna sem tengdust sameiningu sveitarfélaganna. Nú eru flest verkefnin að komast í fastar skorður og hefur byggðarráð því þjónað þeim tilgangi sem til var ætlast.
Sveitarstjórn samþykkir að fella byggðarráð úr samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti bar tillögu Eyþórs undir atkvæði.
Samþykkt af Haraldi, Halldóri og Eyþóri. Á móti voru Gerður, Knútur, Jóna Björg, Árni Pétur, Ragnhildur og Úlla.
Tillagan er felld.