Viðauki

Ramsarsamningurinn - samningur um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf

Samningur gerður í Ramsar árið 1971. Aðild Íslands tók gildi þann 2. apríl 1978 (Stj.tíð.C 1/1978, 10/1986 & 19/1993). Markmið samningsins er að stuðla að verndun votlendissvæða í heiminum, sérstaklega sem lífsvæða fyrir votlendisfugla. Votlendissvæði Mývatn-Laxá er á skrá samningsins yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði.

Bernarsamingurinn – samningur um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu

Samningur gerður í Bern árið 1979, öðlaðist gildi árið 1982. Aðild Íslands tók gildi þann 1. október 1993 (Stj.tíð.C 17/1993). Markmið samningsins er að stuðla að verndun evrópskra tegunda villtra plantna og dýra og lífsvæða þeirra, einkum þeirra tegunda og lífsvæða sem fjölþjóðlega samvinnu þarf til að vernda.

Samningur um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heims

Samningur gerður af Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna í París árið 1972. Aðild Íslands tók gildi 29. desember 1995. Hlutverk samningsins er fyrst og fremst að tryggja að verðmætar menningar- og náttúruminjar verði ekki tortímingu að bráð og það verði sameiginleg ábyrgð þjóða heims að vernda þær. Sérstaða sáttmálans er sú að hann setur menningarverðmæti og náttúruverðmæti undir einn hatt. Samkvæmt samningnum er samin heimsminjaskrá um einstæð mannvirki, sögustaði og náttúruminjar sem telja má hluta af sameiginlegum arfi mannkyns. Aðildarríki viðurkenna að þær menningar- og náttúruminjar sem settar eru á heimsminjaskrá séu alþjóðlegar og að skylda hvíli á þjóðum heims að vernda þær.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni

Samningur gerður í Ríó de Janeiro árið 1992, öðlaðist gildi árið 1993. Aðild Íslands tók gildi 11. desember 1994 (Stj.tíð.C 3/1995). Markmið samningsins er að vernda líffræðilega fjölbreytni og stuðla að sjálfbærri nýtingu lifandi náttúruauðlinda. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla að sanngjarnri skiptingu þess hagnaðar sem hlýst af nýtingu erfðaauðlinda sem og aðgangi að þeim og tækni til að nýta þær.

Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna

Samningurinn var samþykktur árið 1992 og tók gildi tveimur árum síðar. Markmið samningsins er „að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í hættu og að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran máta. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla að alþjóðlegri samvinnu um að auðvelda félagslega og efnahagslega aðlögun að loftslagsbreytingum.

Ísland er aðili að samningnum og hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið umsjón með framkvæmd hans, sem og þeim tveimur bókunum sem gerðar hafa verið við samninginn, þ.e. Kýótó-bókuninni og Parísarsamningnum.

Kyoto-bókunin er bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem samþykkt var í japönsku borginni Kyoto í lok árs 1997. Markmið rammasamningsins er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í hættu og að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran máta. Ísland fullgilti Kyoto-bókunina þann 23. maí 2002.

Parísarsamkomulagið er samþykkt gerð innan Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem fæst við útblástur gróðurhúsalofttegunda frá og með árinu 2020. Samkomulagið tekur þannig við af Kýótóbókuninni sem nær til ársins 2020.

Heimsmarkmið sameinuðuþjóðanna

Gildandi rammaáætluna

Aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum

https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Adgerdaaetlun%20i%20loftslagsmalum%20onnur%20utgafa.pdf