Hinn árlegi Jólamarkaður í Skjólbrekku verður haldinn laugardaginn 6. desember frá kl. 12:00-17:00 og sunnudaginn 7. desember frá kl. 12:00-16:00.
Markaðurinn verður hinn glæsilegasti og fjölbreytt úrval af norðlensku handverki og matvöru til sölu.
Hefur þú áhuga á að taka þátt í markaðinum? Sendu okkur tölvupóst á visitmyvatn@gmail.com
Kvenfélag Mývatnssveitar verður með kakó og vöfflusölu á markaðnum.
- Laugardaginn 6. desember verður opnunarhátíð Jólasveinanna í Dimmuborgum frá kl. 11-14 og jólasveinabaðið í Jarðböðunum við Mývatn kl. 16. Hér er hlekkur á yfirlit viðburða með Jólasveinunum.
Komdu og gerðu þér glaðan dag í Mývatnssveit fyrir jólin!
ENGLISH ---
The annual Christmas market will be held on December 6th from 12-17 and on December 7th from 12-16 in Skjólbrekka by Lake Mývatn. Lots of vendors - Crafts, groceries, Christmas items and more!
Earlier on December 6th from 11-14, the Yule Lads opening party will take place in Dimmuborgir and at 16:00 the annual Yule Lads bath will take place in the Earth Lagoon.