Þingeyjarsveit býður til upplýsingafundar um stöðu fiskþurrkunar ÚA, þriðjudaginn 25. nóvember klukkan 17:00. Fundurinn verður haldinn í Þinghúsinu á Breiðumýri.
Leifur Þorkelsson, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra gerir grein fyrir þeim kröfum sem uppfylla þarf til að starfsleyfi fyrir starfsemina verði gefið út. Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja gerir grein fyrir þeim framkvæmdum sem nú standa yfir til að uppfylla þau skilyrði sem sett eru varðandi starfsemi fiskþurrkunar.