Byggðaráðstefnan 2025 verður haldin í Skjólbrekku, Mývatnssveit, þriðjudaginn 4. nóvember.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er félagslegur fjölbreytileiki samfélaga. Leitast verður við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á félagslegan fjölbreytileika samfélaga. Undanfarin ár hefur íbúum með erlent ríkisfang fjölgað verulega í öllum landshlutum, mismikið eftir svæðum. Er vöxtur samfélaga í jafnvægi? Eru áskoranir? Eða vannýtt sóknarfæri?
Streymt verður frá ráðstefnunni.
Síðasti dagur skráningar er 27. október og skráning fer fram hér:
https://forms.office.com/e/453kqywvRK
https://forms.office.com/e/453kqywvRK
Frekari upplýsingar og dagskrá má finna á https://www.byggdastofnun.is/is/verkefni/byggdaradstefnur
Viðburðurinn á Facebook.