Fara í efni
20. nóvember 2025 kl. 20:00 Viðburðir Stórutjarnaskóli

Birkiskógar og skógarnytjar í Þingeyjarsveit fyrr og nú

Skógræktarfélag Fnjóskdæla býður öllum er áhuga hafa á, í Stórutjarnaskóla, fimmtudagskvöldið 20. nóvember klukkan 20.00. þar flytur Þorbergur Hjalti Jónsson erindi er hann nefnir:

"Birkiskógar og skógarnytjar í Þingeyjarsveit fyrr og nú"

Í erindinu er fjallað um útbreiðslu, vöxt og nytjar af birkiskógunum á fyrri öldum og einkum í Fnjóskadal. Rætt er um áhrif veðurfars, nýtingarhugmynda og stefnu í skógræktarmálum og þar tekið dæmi af Fossselsskógi.

Getum við bætt efni þessarar síðu?