Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga frá sveitarstjóra vegna tímabundinnar afleysingar skipulagsfulltrúa.
Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að ráða Rögnvald Harðarson, byggingarfulltrúa, sem skipulagsfulltrúa tímabundið á meðan auglýst er að nýju eftir skipulagsfulltrúa. Auglýst hefur verið eftir skipulagsfulltrúa í tvo mánuði en ekki hefur tekist að ráða í stöðuna. Nauðsynlegt er fyrir sveitarfélagið að starfandi sé skipulagsfulltrúi til að afgreiða skipulagsmál.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Rögnvald um stöðuna og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að sækja um tímabundna undanþágu fyrir Rögnvald Harðarson sem skipulagsfulltrúa Þingeyjarsveitar hjá félags- og húsnæðismálaráðuneyti.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Rögnvald um stöðuna og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að sækja um tímabundna undanþágu fyrir Rögnvald Harðarson sem skipulagsfulltrúa Þingeyjarsveitar hjá félags- og húsnæðismálaráðuneyti.
Samþykkt samhljóða.