Fara í efni
13. ágúst 2025 kl. 17:00-19:00 Viðburðir Hotel Berjaya Mývatn

Vinnustofa: Taktu á loft og vertu í flæði!

Flæði er eftirsótt ástand, hugarástand. Í slíku ástandi hugsum við og framkvæmum án hiks og efa. Allt er áreynslulaust og gefandi.
Á þessari sérhannaðari vinnustofu lærir þú 5 aðferðir til að virkja og færa þig yfir í flæðisástand, vera í ró og framgangi og byrjar að taka sjáfstæðar og meðvitaðari ákvarðanir um hvað þú vilt.
 
Meðmæli:
Vinnustofan fékk mig til að hugsa og vaxa gera breytingar sem eiga eftir að þjóna mér í lífinu ❤ ~ Jóhanna Margrét
 
Ég mæli með vinnustofunni með Ingibjörgu vegna þess að hún er þægileg, útskýrir hugtökin vel og skiptir fræðslunni upp. ~ Hafdís Sverrisdóttir
 
Gott að fara út fyrir þægindarammann og hugsa um hver ég er og hvað ég vil. Ég lærði mikið með þessari sjálfsvinnu. ~ Þórdís Hrund
 
Flestir, ef ekki allir, hafa þörf fyrir að líta inn á við og læra meira um sjálfa sig. Skráðu þig á námskeið hjá Ingibjörgu Reynis. Þú kemst að því að þú getur miklu meira eftir að hafa kveikt á flæðinu. Þú hreinlega tekst á loft! ~ Ásgerður Guðmundsdóttir
 
Nánari upplýsingar og skráning: https://hi.switchy.io/flaedi_myvatn
Getum við bætt efni þessarar síðu?