Sálubót
Söngfélagið Sálubót byrjar vetrarstarfið 16. september.
Æfingar verða í Stórutjarnaskóla eins og verið hefur. Guðlaugur Viktors, okkar flotti stjórnandi, mun byrja með nýtt og spennandi prógram, þó í bland við lög frá fyrri árum.
Þó svo að kórinn fari erlendis í nóvember, þá munum við núna í september taka á móti nýjum félögum í allar raddir. Starfið allt er skemmtilegt, hvort sem þú ert alvanur/alvön í kór eða meiri svona byrjandi. Það er alveg óhætt að mæta bara á fyrstu æfingu og við lofum að taka vel á mótir þér ?Frekari upplýsingar veitir Guðrún í síma 862 2297