Eimur hefur hrundið af stað verkefninu „Sniglarækt, sjálfbær nýting glatvarma“, sem hefur það meginmarkmið að kynna og innleiða sniglarækt sem raunhæfan, sjálfbæran og nýskapandi valkost fyrir bændur, frumkvöðla og aðra áhugasama um sjálfbæra nýsköpun í landbúnaði á Íslandi.
Sniglar hafa reynst arðbær atvinnugrein víða í Evrópu, þar sem þeir eru eftirsóttir sem lúxusmatvara. Auk þess bjóða þeir upp á fjölbreytta möguleika til nýtingar; afurðir úr sniglum geta nýst sem hágæða próteinfóður fyrir fiskeldi, slím þeirra er eftirsótt innihaldsefni í snyrtivörur og skeljar þeirra má mala og nýta í áburð.
Fyrsti hluti verkefnisins felur í sér opna fræðsluviðburði á Norðurlandi, þar sem sérfræðingurinn og sniglabóndinn Peter Monaghan frá írsku sniglaræktinni Inis Escargot og Sigurður Líndal hjá Eimi munu kynna aðferðir og tækni til sniglaræktunar sem henta íslenskum aðstæðum.
Á fundunum verður meðal annars farið yfir:




Skráning er nauðsynleg: https://www.eimur.is/sniglarvidburdur



HÉR má skoða viðburðinn á Facebook.