267. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

07.11.2019

267. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 07. nóvember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Einar Örn Kristjánsson, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson og Dagbjört Jónsdóttir.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.

 

1.

Fjárhagsáætlun   2020-2023: Undirbúningur og forsendur - 1910006

 

Umræðu framhaldið   um fjárhagsáætlun 2020-2023 sem nú er í vinnslu. Farið var yfir forsendur og   helstu þætti í áætlunar, tekju- og gjaldaliði, fjárfestingaráætlun og   lántöku. Skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.

 

Vinnu við   fjárhagsáætlun framhaldið.

     

2.

Lánasjóður   sveitarfélaga ohf.: Lánasamningur - 1911006

 

Lánssamningur frá   Lánasjóði sveitarfélaga ohf. tekinn til afgreiðslu.

 

Sveitarstjórn   Þingeyjarsveitar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að   höfuðstól allt að kr. 50.000.000 með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034., í   samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem   sveitarstjórn hefur kynnt sér.
  Sveitarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstóll, vaxta,   dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2.   mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum   sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
  Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við skóla og gatnagerð sem   felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3.   gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr.   150/2006.
  Jafnframt er Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri, kt. 250168-5359, veitt fullt   og ótakmarkað umboð til þess f.h. Þingeyjarsveitar að undirrita lánssamning   við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka,   undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar,   sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

     

3.

Snjómokstur:   Viðauki - 1911008

 

Sveitarstjóri   óskaði eftir viðauka að fjárhæð 5.000.000 kr. við fjárhagsáætlun 2019 vegna   snjómoksturs en búið er að nýta allt það fjármagn sem áætlað var til   snjómokstur fyrir árið 2019.

 

Sveitarstjórn   samþykkir viðauka að fjárhæð 5.000.000 kr. við fjárhagsáætlun 2019 vegna   snjómoksturs sem mætt verði með handbæru fé.

     

4.

Stígamót:   Fjárbeiðni fyrir árið 2020 - 1910033

 

Fyrir fundinum   liggur bréf frá Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, dags. 10.10. 2019 þar   sem skorað er á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna   og taka þátt í starfinu með þeim. Árlega leita Stígamót til allra   sveitarstjórna landsins til þess að óska eftir samstarfi um reksturinn með   fjárframlagi.

 

Sveitarstjórn   samþykkir að styrkja Stígamót um 100.000 kr. og vísar til gerðar   fjárhagsáætlunar 2020

     

5.

Gamli barnaskólinn   Skógum: Erindi - 1911009

 

Lögð fram eftirfarandi ályktun frá stjórn   sjálfseignarstofnunar um Gamla barnaskólann Skógum, dags. 25.10.2019:
  Stjórn Gamla barnaskólans Skógum, Fnjóskadal, harmar seinagang við frágang   Vaðlaheiðarganga austan megin. Trú okkar í vor var að ljúka ætti frágangi   austan megin fyrri part sumars en svæðið er enn eins og eftir loftárás. Það   virðist vera sem aðeins einn maður hafi verið að gauka í þessu sem hefur   litum árangri skilað. Hluti leiðarinnar frá þjóðvegi 833 heim í hlað í Skógum   var nýlega rifinn upp og er nú moldardrullusvað, eða þar sem tengingin við   gamla Vaðlaheiðarveginn er. Þetta hefur að okkar mati haft afleiðingar fyrir   starfsemi Gamla Barnaskólans í sumar og haust og þetta hefur ekki aðeins   áhrif á starfsemi Gamla barnaskólans heldur á alla dalbúa. Setur ljótan blett   á dalinn sem okkur finnst hneisa.
  Við förum fram á við sveitarstjórn að þessu óviðunandi ástandi verði sem   fyrst kippt í liðinn.

 

Sveitarstjórn   þakkar erindið og deilir þessum áhyggjum og sjónarmiðum stjórnar og mun koma   þeim á framfæri við stjórn Vaðlaheiðarganga. Sveitarstjórn telur núverandi   ástand við gangnamunnann Fnjóskadalsmegin óviðunandi og krefst verkloka sem   allra fyrst.

     

6.

Kortlagning   lúpínu, kerfils og bjarnarklóar í Þingeyjarsveit: Fyrri áfangi - 1807017

 

Skýrsla fyrri   áfanga kortlagningar lúpínu, kerfils og bjarnarklóar í sveitarfélaginu liggur   nú fyrir en sveitarstjórn samþykkti á síðasta ári að fara í þetta verkefni   með Náttúrustofu Norðausturlands. Farið verður í seinni áfanga á næsta ári.   Skýrslan verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

     

7.

Rarik: Götulýsing   í Þingeyjarsveit - 1905013

 

RARIK hefur óskað   eftir því að Þingeyjarsveit yfirtaki og eignist götulýsingarkerfi RARIK í   sveitarfélaginu. Fyrir liggur samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til   eignar.

RARIK hefur í   áratugi sett upp og rekið götulýsingarkerfi vítt og breitt um landið. Ákveðin   kaflaskil urðu þegar raforkulög nr. 65 frá árinu 2003 tóku gildi. Samkvæmt   þeim þá fellur götulýsing ekki undir einkaleyfisstarfsemi   dreifiveitufyrirtækja.

 

Sveitarstjórn   samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

     

8.

Íbúðalánasjóður:   Umsókn um stofnframlag til leiguíbúða - 1904042

 

Fyrir liggur   niðurstað úthlutunarnefndar stofnframlaga og samþykkti nefndin umsókn Þingeyjarsveitar   um veitingu 18% stofnframlags og 6% viðbótarframlags. Samþykkt stofnframlag   reiknast sem hlutfall af stofnvirði og er samtals 18.188.751 kr. Byggðar   verða þrjár leiguíbúðir í sveitarfélaginu á næsta ári.

     

9.

Skýrsla   sveitarstjóra - 1903026

 

Sveitarstjóri fór   yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

 

Auglýsing starfa,   byggingarfulltrúa, verkefnastjóra og starfsmanns í heimaþjónustu.
  INKASSO innheimtukerfi.
  Söfnun bílhræja heim að bæjum.
  Umsókn til Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna deiliskipulags á   Þeistareykjum og salerni við Aldeyjarfoss.
  Kynning Landsvirkjunar á gullverðlaunum IPMA Glopal Project Excellence Award   til verkefnahóps Þeistareykjavirkjunar á vegum Alþjóðasamtaka   verkefnastjórnunarfélaga.
  Rafrænar umsóknir um byggingarleyfi.
  Goðafoss, snjómokstur og landvarsla.
  Félagsþjónusta.

     

10.

Vatnajökulsþjóðgarður:   Fundargerðir - 1810004

 

Fundargerð 77.   fundar svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Lögð fram til   kynningar.

     

11.

Samband íslenskra   sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

 

Lögð fram 875.   fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lögð fram til   kynningar.

     

12.

Stýrihópur   Nýsköpunar í norðri: Fundargerðir - 1911007

 

Fundargerð 1.   fundar stýrihóps Nýsköpunar í norðri.

 

Lögð fram til   kynningar.

     

 

 

 

 

Fundi slitið kl. 15:38