262. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

29.08.2019

262. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn Kjarna fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, Hanna Jóna Stefánsdóttir, Einar Örn Kristjánsson og Dagbjört Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Dagskrá:

 

1. Tröð North ehf. - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1908021

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 19.08.2019 þar sem Haraldur Sverrisson sækir um rekstrarleyfi, flokkur II Gististaður án veitinga, í Tröð í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.                       

2. Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um hljóðfæranám - 1908026

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dags. 12. og 20. ágúst s.l. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms tveggja nemenda á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

Sveitarstjórn samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. greinar reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumuni nemenda frá árinu 2011.                     

3. Tónskóli Sigursveins - Umsókn um hljóðfæranám - 1908035

Tekið fyrir erindi frá Tónskóla Sigursveins, dags. 26. ágúst s.l. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms nemanda á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

Sveitarstjórn samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. greinar reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumuni nemenda frá árinu 2011.                    

4. Iðjugerði 2 (Barnaborg) - Söluferli - 1908029

Fyrir liggur kauptilboð, dags. 20.08.2019 að upphæð 21,3 millj.kr. , með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, í fasteignina Iðjugerði 2 (Barnaborg).

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í Iðjugerði 2 (Barnaborg) og felur sveitarstjóra að skrifa undir kaupsamning á grundvelli kauptilboðsins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna sölu á húsnæðinu sem kemur til hækkunar á handbæru fé. Söluhagnaður nemur 6,8 millj.kr.

5. Fasteignir sveitarfélagsins - 1906024

Teknar til umræðu tvær fasteignir sveitarfélagsins sem eru í Vaglaskógi, það er F2161777 verslun (Gamla búðin) og F2227517 þjónustumiðstöð (Sjoppan).                   

6. Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018

Lögð fram fundargerð 116. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 22.08.2019. Sigríður Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 13 liðum.

1. liður fundargerðar; Fjóstunga, deiliskipulag.

Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að koma innsendum athugasemdum/umsögnum ásamt viðbrögðum Skipulag og umhverfisnefndar á framfæri við umsækjendur þar sem tekið verður efnislega tillit til þeirra eins og kostur er við gerð deiliskipulagstillögunnar.

6. liður fundargerðar; Syðri-Leikskálaá, umsókn um byggingarleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

7. liður fundargerðar; Stekkjarbyggð 3, byggingarleyfi geymsla.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

8. liður fundargerðar; Höfðabyggð E20, byggingarleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

9. liður fundargerðar; Vatnsleysa, umsókn um byggingarleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

7. Ósk um ábyrgðir eigenda vegna láns hjá LSS - 1807015

Fyrir fundinum liggur beiðni frá Helga Jóhannssyni f.h. Norðurorku hf. um einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veitingu umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánasamningi vegna láns Norðurorku hf. frá Lánasjóði sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveit samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 800.000.000. Sem skiptist í 100.000.000 íslenskra króna (ISK) og 5.000.000 evra (EUR) til 15 ára, í samræmi við skilmála að lánstilboði sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Eignarhlutur Þingeyjarsveitar í Norðurorku hf. er 0,18% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 1.440.000.

Er lánið tekið til fjármögnunar á verkefnum félagsins í fráveitu og hitaveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, kt.250168-5359 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Þingeyjarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.                         

8. Þingsályktunartillaga um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga - 1908033

Lögð fram sameiginleg umsögn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar og sveitarfélagsins Skútustaðahrepps um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins i málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðir fyrir árin 2019-2023:

Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa þegar tekið ákvörðun um og hafið viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna er að störfum og stefnt er að atkvæðagreiðslu á vormánuðum ársins 2021. Vinnuheiti verkefnisins er Þingeyingur, sem er vísun til þess sem sameinar íbúa sveitarfélaganna.

Verkefnið Þingeyingur er í fullu samræmi þá framtíðarsýn sem sett er fram í þingsályktunartillögunni. Að Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.

Verkefnið byggir á þeirri sýn sveitarstjórnanna að framtíð samfélagsins byggi á aukinni sjálfbærni stjórnsýslu, samfélags, atvinnulífs og í umhverfismálum.

Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar lýsa sig mótfallnar lögþvinguðum sameiningum sveitarfélaga og benda á að þær samræmast ekki markmiðum þingsályktunartillögunar um að bæta aðkomu almennings að ákvarðanatöku og stefnumótun á sveitarstjórnarstigi. Sveitarstjórnirnar hafa því tekið af skarið og ákveðið að bjóða íbúum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar að greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

 

Sveitarfélögin eru nú þegar bæði undir skuldaviðmiði því sem markmið eru sett um í tillögu ráðherra. Að óbreyttu fengu því sveitarfélögin lítinn stuðning úr Jöfnunarsjóði, verði sameiningin samþykkt. Sveitarstjórnirnar fara fram á að sveitarfélög sem þegar uppfylla skilyrði hljóti umbun með einhverjum hætti.

 

Með sameiningu Skútustaðarhrepps og Þingeyjarsveitar yrði til samfélag sem nær yfir um 12% öllu landi á Íslandi, með yfir 1400 íbúa og mikla sérstöðu á sviði náttúruverndar og auðlindanýtingar og mikla möguleika á atvinnusköpun sem byggist á sjálfbærni. Þessa möguleika hafa sveitarstjórnirnar hug á að nýta og hafa hrint úr vör verkefni undir heitinu „Nýsköpun í norðri“ sem ætlað er að skapa víðtæka sátt um sjálfbæra stefnu á meðal íbúa og atvinnulífs.

Ætlun sveitarfélaganna tveggja er að vinna að verkefninu í nánu samstarfi við íbúa og hagsmunaaðila, þ.á.m. Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Matís og aðrar ríkisstofnanir sem hlut eiga að máli. Verkefnið er kjörinn vettvangur til að raungera markmið um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni t.d. í umhverfis-, orku- og matvælaumsýslu ríkisins og styrkja atvinnugrundvöll í nýsameinuðum sveitarfélögum, eins og kveðið er á um í lið 11 í aðgerðaáætluninni.

Í lið 1 í Aðgerðaáætlun 2019-2023 um stærð sveitarfélaga er sett fram markmið um að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni með því að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnar¬kosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. Verði sameining sveitarfélaganna samþykkt er markmiðunum náð. Þessu markmiði til stuðning eru í lið 2 sett markmið um aukinn fjárhagslegan stuðning við sameiningar sveitarfélaga, meðal annars með breyttum úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar benda á mikilvægi þess að við setningu nýrra reglna verði horfið frá þeirri ofuráherslu sem verið hefur á jöfnun skulda við úthlutun fjármagns til sameiningarverkefna og horft til þess í meira mæli að fjármagni sé veitt til þróunarverkefna sem styðja við framtíðarsýn stefnunnar um öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Markmið um sjálfbærni félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta samfélagsins og um að þróa aðferðir, verklag og leiðir til að hagnýta stafrænar lausnir sem gera íbúum kleift að taka þátt í ákvarðanatöku og stefnumótun fyrir nærsamfélagið verður ekki náð nema til komi sérstakur stuðningur.

Sú áhersla sem verið hefur á skuldajöfnun virðist byggð á þeirri hugsun að sameining sveitarfélaga sé neyðarlausn fyrir skuldsett sveitarfélög, sem sveitarstjórnunum þykir röng og ósanngjörn gagnvart sveitarfélögum sem hafa gætt aðhalds í rekstri og greitt niður skuldir.

Sveitarstjórnirnar benda jafnframt á að mikilvægt er að aukinn stuðningur við sameiningar verði fjármagnaður með nýjum tekjustofnum til handa Jöfnunarsjóði sveitarfélaga svo hann komi ekki niður á þeirri þjónustu sem núverandi tekjur hans eiga að standa undir.     

9. Austurhlíðarvegur (846) - Hámarkshraði - 1908036

Tekinn til umræðu Austurhlíðarvegur (846). Ástæða þykir að endurskoða hámarkshraðann vegna aukinnar umferðar akandi, hjólandi og gangandi vegfarenda en hámarkshraðinn er nú 80 km.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda inn erindi til Vegagerðarinnar og óska eftir lækkun hámarkshraða á Austurhlíðarvegi (846) sem liggur næst þéttbýlinu á Laugum. Einnig að kanna aðrar mögulegar leiðir til að auka öryggi vegarins sem útivistarvegar.

10. Breyting í sveitarstjórn - 1808032

Oddviti tilkynnti að Hanna Jóna Stefánsdóttir fulltrúi Ð lista myndi láta af störfum sem sveitarstjórnarfulltrúi frá og með 1. september n.k. vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu. Í hennar stað tekur til starfa í sveitarstjórn fyrsti varamaður fulltrúa Ð lista, Sigurbjörn Árni Arngrímsson.

Sveitarstjórn þakkar Hönnu Jónu fyrir gott samstarf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi um leið og Sigurbjörn Árni er boðinn velkominn til starfa sem aðalfulltrúi í sveitarstjórn.

11. Breyting á nefndaskipan - 1806011

Fulltrúar Ð lista lögðu fram eftirfarandi breytingu á nefndarskipan:

Í Félags- og menningarmálanefnd tekur til starfa Sigríður Hlynur H. Snæbjörnsson formaður í stað Hönnu Jónu Stefánsdóttur. Í stað Jóhönnu Sifjar Sigþórsdóttur, sem hefur setið sem sem fyrsti varamaður og er flutt úr sveitarfélaginu, tekur til starfa Jóna Björg Hlöðversdóttir sem varamaður.

Í Fræðslunefnd tekur til starfa Hjördís Stefánsdóttir sem aðalmaður í stað Hönnu Jónu Stefánsdóttur. Sæti Hjördísar sem varamaður tekur Sigurlaug Svavarsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

12. Skýrsla sveitarstjóra - 1903026
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.

 

13. Smávirkjanir í Þingeyjarsýslum - Frumúttekt valkosta - 1908030
Skýrsla um smávirkjanir í Þingeyjarsýslum - Frumúttekt valkosta
 

Lagt fram til kynningar.

14. Dvalarheimili aldraðra sf.: Fundargerðir - 1806047

Fundargerð 8. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf.

Lagt fram til kynningar.        

15. Samstarfsnefnd um sameiningarferli - Fundargerðir - 1906023

Fundargerð 2. fundar samstarfsnefndar um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:40