261. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

15.08.2019

261. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 15. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Hlynur Snæbjörnsson, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Freydís Anna Ingvarsdóttir og Dagbjört Jónsdóttir.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Natura Apartments: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1908006

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 08.08.2019 þar sem Kjartan Magnússon sækir um rekstrarleyfi, flokkur II gististaður án veitinga, á Hólavegi 1 á Laugum í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.                     

2. Orginal North: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1908007

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 18.07.2019 þar sem Sigrún Vésteinsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II umfangslitlir áfengisveitingastaðir, á Vaði 1, gamla húsið, í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.                         

3. Útboð skólaaksturs: Niðurstaða - 1904008

Niðurstaða útboðs á skólaakstri fyrir Þingeyjarsveit sem Ríkiskaupum var falið að vinna og fram fór í júlí liggur fyrir.

Útboðið gerði ráð fyrir tíu akstursleiðum, fimm leiðum fyrir Stórutjarnaskóla og fimm leiðum fyrir Þingeyjarskóla, sem hér segir:

Leið 1 (Reykjadalur A), leið 2 (Reykjadalur B), leið 3 (Aðaldalur suður), leið 4 (Aðaldalur norður), leið 5 (Kinnarleið norður), leið 6 (Bárðardalur vestur), leið 7 (Bárðardalur austur), leið 8 (Fnjóskadalur suður), leið 9 (Fnjóskadalur norður) og leið 10 (Kinnarleið suður).

Tilboð bárust í allar leiðir og voru tilboð neðangreindra bjóðenda valin enda þau metin hagstæðust fyrir kaupanda samkvæmt valforsendum útboðslýsingar:

Leið 1 - Jóngi ehf., tilboð í ekinn km. 792 kr.

Leið 2 - Fjallasýn Rúnars Óskarssonar, tilboð í ekinn km. 613 kr.

Leið 3 - Bergsteinn Helgi Helgason, tilboð í ekinn km. 699 kr.

Leið 4 - Knútsstaðir slf., tilboð í ekinn km. 780 kr.

Leið 5 - Árni Garðar Helgason, tilboð í ekinn km. 499 kr.

Leið 6 - Stóruvellir ehf., tilboð í ekinn km. 630 kr.

Leið 7 - Helen Jónsdóttir, tilboð í ekinn km. 990 kr.

Leið 8 - Gunnar Ingólfsson, tilboð í ekinn km. 659 kr.

Leið 9 - Sveitasetrið Draflastöðum, tilboð í ekinn km. 845 kr.

Leið 10 - Sigurður Birgisson, tilboð í ekinn km. 650 kr.

 

Biðtími útboðs samkvæmt 1. mgr. 86 gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 er liðinn og gengið verður til samninga við ofangreinda aðila á grundvelli útboðsins til næstu fjögurra ára, þ.e. frá byrjun skólaárs haustið 2019 til og með loka skólaárs vorið 2023.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum.                         

4. Stefna varðandi skagann á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda - 1903002

Tekin fyrir fundargerð starfshóps Grýtubakkahrepps og Þingeyjarsveitar frá 27. apríl s.l. um friðlýsingu skagans milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa.

Sveitarstjórn tekur heilshugar undir sjónarmið starfshópsins sem fram koma í fundargerðinni en þar segir m.a.:

Skaginn hefur nú þegar verið skilgreindur í skipulagi sveitarfélaganna sem hverfisverndarsvæði og gætu þau svæði verið innan friðlýsingaráforma, að minnsta kosti hverfisverndarsvæði sveitarfélaganna fari í friðlýsingu, í samráði við landeigendur en það er að mati hópsins algjört skilyrði fyrir því að af friðlýsingu geti orðið.

Það er jafnframt mat hópsins að til þess að af friðlýsingu geti orðið þurfi að vera skýrt hver not svæðisins séu í dag og hvernig það geti komið til með að þróast. Friðlýsing með sjálfbærri nýtingu feli a.m.k. í sér: Fjármagn

Nýting og smölun beitilanda

Smalamennskur á hestum, hjólum, drónum o.s.frv

Ferðaþjónustu

Fjöldastýring

Vetrar- og sumarferðaþjónusta

Landgræðslu

Veiði

Litlar rennslisvirkjanir

Skráningu fornminja

Stígagerð og merking gönguleiða

Uppbygging áningastaða

Vegagerð

Kortlagning gróðurs

Verndun gróðurfars með beit.

Landvarsla

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma þessu áliti, í samráði við sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, til stjórnvalda.                       

5. Ákvörðun um fundartíma sveitarstjórnarfunda - 1806012

Fundaáætlun sveitarstjórnar 2019-2020 lögð fram.

Fundir fram til áramóta 2019:

29. ágúst

12. september

26. september

10. október

24. október

07. nóvember

21. nóvember - fyrri umræða fjárhagsáætlunar

05. desember - seinni umræða fjárhagsáætlunar

Fundir á árinu 2020:

16. janúar

30. janúar

13. febrúar

27. febrúar

12. mars

26. mars

02. apríl

30. apríl - fyrri umræða ársreiknings

14. maí - seinni umræða ársreiknings

28. maí

11. júní

25. júní

Fyrsti fundur eftir sumarfrí 2020 verður 13. ágúst.

Samþykkt samhljóða.                          

6. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Þjóðgarður á miðhálendi Íslands - 1902026

Tekin til umræðu textadrög þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: skilgreining marka þjóðgarðsins, áherslur um skiptingu landsvæða í verndarflokka, umfjöllun um aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar.

Samþykkt að fela Arnóri og Jónu Björgu að gera drög að umsögn og senda hana í tölvupósti til sveitarstjórnarfulltrúa til samþykktar.

Sveitarstjóra falið að koma umsögninni á framfæri.                          

7. Umhverfisstofnun: Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokk rammaáætlunar til kynningar Háhitasvæði Gjástykkis - 1907007

Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokk rammaáætlunar til kynningar - Háhitasvæði Gjástykkis.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:43