260. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

11.07.2019

260. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 11. júlí kl. 13:00

Fundarmenn

Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, Hanna Jóna Stefánsdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson og Friðrika Sigurgeirsdóttir.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Víðigerði 2: Söluferli - 1907003
Fyrir liggur kauptilboð, dags. 4.07.2019 að upphæð 19 millj.kr. , með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, í fasteignina Víðigerði 2 í Aðaldal.
 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í Víðigerði 2 og felur sveitarstjóra að skrifa undir kaupsamning á grundvelli kauptilboðsins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn viðauka uppá 19 millj. kr. við fjárhagsáætlun 2019 vegna sölu á íbúðinni sem er í leiguíbúðum Þingeyjarsveitar og verður söluandvirðinu ráðstafað til lækkunar langtímaskulda í leiguíbúðum.                    

2. Framsýn: Staða í kjaraviðræðum SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1907001

Lagt fram bréf frá Framsýn, dags. 2.07.2019 þar sem vakin er athygli á þeirri stöðu sem nú ríkir í samningamálum félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum.

Viðræður hafa staðið yfir við Samband íslenskra sveitarfélaga frá því í febrúar 2019, án árangurs.

Samninganefnd Sambands Íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu samið við önnur sambönd og stéttarfélög um frestun viðræðna og friðarskyldu til 15. september. Samið hefur verið við þessa aðila um eingreiðslu/innágreiðslu upp á kr. 105.000 miðað við fullt starf. Ríkissáttasemjari hafði milligöngu fyrir Starfsgreinasambandið, hvort slíkt tilboð stæði ekki fyrir félagsmönnum aðildarfélaga sambandsins einnig til boða. Formaður samninganefndar sveitarfélaga neitaði því þar sem Starfsgreinasambandið væri búið að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara.

Framsýn fer þess á leit við sveitarfélögin á félagssvæðinu og Hvammi, heimili aldraðra að þau greiði starfsmönnum sem starfa eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands slíka innágreiðslu 1. ágúst n.k. það er að upphæð kr. 105.000 m.v. fullt starf þann 1. júlí 2019 og hlutfallslega fyrir lægra starfshlutfall.

Sveitarstjórn lýsir áhyggjum sínum yfir stöðunni og harmar að viðræður hafi enn ekki borið árangur. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga er með samningaumboðið fyrir hönd sveitarfélagsins, sbr. bókun sveitarstjórnar þann 24. janúar 2019 og því getur sveitarstjórn ekki orðið við erindinu.                            

3. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006

Fundargerð 872. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.                             

4. Dvalarheimili aldraðra sf.: Fundargerðir - 1806047

Fundargerð aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 26.06.2019 og fundargerð 7. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. lagðar fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50