40. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

16.02.2024

40. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í gegnum fjarfundarbúnað föstudaginn 16. febrúar kl. 09:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal
Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

1.

Seigla - 2308010

 

Í desember sl. var auglýst útboð á innan- og utanhúss frágangi við nýtt stjórnsýsluhús á Laugum með verklokum 1. ágúst nk. Tilboð voru opnuð 31. janúar sl. Tvö tilboð bárust í verkið. Byggingarfélagið Stafninn ehf. kr. 167.900.000.- Trésmiðjan Sólbakki ehf. kr. 147.581.275. Kostnaðaráætlun var kr. 140.322.061.-

 

Til máls tóku: Halldór Þorlákur Sigurðsson, Knútur Emil Jónasson og Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Valþór Brynjarsson byggingarstjóri kom til fundar og fór yfir innkomin tilboð. Sveitarstjórn þakkar Valþóri greinargóða yfirferð og samþykkir sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Trésmiðjuna Sólbakka ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

 

   

2.

Ljósvetningabúð- Þorrablót Ljósvetninga - tækifærisleyfi - 2402036

 

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett 12. febrúar sl. þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Ólafs Ingólfssonar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Ljósvetningabúð sem halda á þann 17. febrúar nk.


 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti við útgáfu tækfærisleyfis vegna þorrablóts í Ljósvetningabúð.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 9:40.