18. fundur

Fundargerð

Byggðarráð 2023-2024

04.03.2024

18. fundur

Byggðarráð 2023-2024

haldinn í Kjarna mánudaginn 04. mars kl. 08:30

Fundarmenn

Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Seigla - 2308010

 

Til fundar kom Valþór Brynjarsson og fór yfir stöðu framkvæmda í Seiglu.

 

Framkvæmdir við Seiglu fara vel af stað og er þriðja hæð komin á uppbyggingarstig.
Valþór greindi frá frávikum varðandi gólfefni en áætlað var að halda núverandi dúkum á fimm rýmum. Nú er komið er í ljós að gólfefnin eru ónýt. Valþór lagði fram kostnaðarmat á breytingaliðum. Byggðarráð samþykkir tillögu Valþórs um gólfefnarif, flotun, málun og dúkalögn. Valþór greindi frá því að komin væru fram þrjú frávik frá magntölum og sendir hann byggðarráði nánari upplýsingar.
Vinna við lyftustokk gengur vel og lerkiklæðning úr Vaglaskógi sem sett verður utan á lyftustokkinn komin í Laugar.
Byggðarráð þakkar Valþóri fyrir greinargóða yfirferð og felur sveitarstjóra að taka saman göng um kostnaðaraukningar og leggja fram viðauka vegna þeirra.

 

Samþykkt

 

   

2.

Landvinnsla - Laugum - 2403002

 

Til fundarins komu Gestur Geirsson og Atli Dagsson og kynntu starfsemi þurrkunarstöðvar á Laugum og stöðu á starfsleyfi stöðvarinnar.

 

Byggðarráð þakkar Gesti og Atla fyrir góða yfirferð og stefnt er að öðrum fundi á vordögum.

 

Kynnt

 

   

3.

Bjarnarfjall - gönguleiðir - skilti - 2402031

 

Lagt fram bréf frá Hermanni G. Jónssyni þar sem hann óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við slysavarnir í skriðum Bjarnarfjalls á Flateyjarskaga.

 

Byggðarráð þakkar erindið og leggur til við sveitarstjórn að styðja við verkefnið um 60. þúsund kr.

 

Samþykkt

 

   

4.

Gjaldskrá - athugasemd - 2402029

 

Lögð fram ábending frá Ungmennafélaginu Eflingu vegna gjaldskrár fyrir þorrablót í félagsheimilum sveitarfélagsins.

 

Byggðarráð þakkar Ungmennafélaginu Eflingu gagnlegar ábendingar og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna málið áfram og leggja fram endurskoðaðar gjaldskrár í komandi fjárhagsáætlunargerð.

 

Samþykkt

 

   

5.

Tónleikahald - húsnæði - 2402062

 

Lagt fram bréf frá Sumartónleikum og kórastefnu við Mývatn þar sem óskað er eftir afnotum af Skjólbrekku vegna tónleikahalds í tengslum við goslokahátíð sem er í undirbúningi og haldinn verður 21.-23.september nk.

 

Byggðarráð þakkar erindið og leggur til við sveitarstjórn að styrkja félagsamtökin sem svarar húsaleigu vegna tónleika á goslokahátíð sem haldnir verða 22. september nk. og verður íbúum og gestum boðið á tónleikana.

 

Samþykkt

 

   

6.

Snocross aksturskeppni - Krafla - 2402060

 

Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar hefur óskað eftir samþykki sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar kt. 550322-1100, til að halda Snocross keppni í landi Reykjahlíðar í samræmi við 3. gr. reglugerðar nr. 507/2007. Keppnishaldari er Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar og er keppnin hluti af Vetrarhátíðinni við Mývatn.
Fyrir liggur skriflegt leyfi landeigenda Reykjahlíðar.

 

Byggðarráð Þingeyjarsveitar samþykkir með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar, að keppnin verði haldin. Byggðarráð samþykkti beiðni þessa í tölvupósti 4 mars.

 

Samþykkt

 

   

7.

Trúnaðarmál - 2306036

 

Fært í trúnaðarbók

 

   

8.

Trúnaðarmál - 2311018

 

Fært í trúnaðarbók

 

   

9.

Þurrkur ehf. - aðalfundarboð 2024 - 2403006

 

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Þurrks ehf. sem haldinn verður að Breiðumýri þann 11. mars nk. kl. 13.

 

Byggðarráð felur Eyþóri Kára Ingólfssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

Samþykkt

 

 

 

   

10.

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2024 - 2403005

 

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður fimmtudaginn 14. mars 2024 kl. 16.30 í Silfurbergi, Hörpunni.

 

Kynnt

 

   

11.

Stafrænt pósthólf - 2402053

 

Lagt fram til kynningar bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem kynnt er ný reglugerð um stafræn pósthólf sem hefur þegar tekið gildi
Í reglugerðinni eru ýmis ákvæði sem eiga erindi við birtingaraðila og hvaða gögn má birta í rafrænu pósthólfi.

 

Lagt fram

 

   

12.

Hólabraut L153751 - stefna - 2402035

 

Lögð fram til kynningar bréf frá Lindu Emilsdóttir f.h. Birnu Björnsdóttur þar sem lögð er fram stefna á hendur sveitarfélaginu þar sem fer fram á að viðurkenndur verði eignarréttur á landsvæði á Laugum í Þingeyjarsveit.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 11:00.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.