Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Goðafoss í 6 vikna kynningarferli

Unnið hefur verið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Goðafoss í Skjálfandafljóti. Goðafoss var friðlýstur sem náttúruvætti þann 11. júní 2020.

Tillaga að áætluninni og aðgerðaráætlun í tengslum við hana hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar og sjá má hér.

Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum varðandi tillöguna er til og með 29. nóvember 2021