Ákvörðun heilbrigðisráðherra um að virkja heimildir sóttvarnalaga felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Því hefur verið ákveðið að mánudagurinn n.k. verði starfsdagur í grunn- og leikskóladeildum Stórutjarnaskóla og Þingeyjarskóla.
Þetta er gert í samræmi við tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga og tilgangurinn er sá að stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóladeilda geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.