Salernisaðstaðan í Höfða var formlega opnuð þriðjudaginn 6. júní að viðstöddum sveitarstjóra, oddvita, starfsmönnum áhaldahúss, starfsmönnum sveitarfélagsins í Höfða og fulltrúa Umhverfisstofnunar.
Húsið var byggt af Trésmiðjunni Reyn og salernin í því eru svokölluð sogsalerni, það þýðir að þau hafa álíka virkni og salerni í flugvélum. Vegna sogvirkni salernanna þarf töluvert minna vatn en í venjulegu salerni og eru því vatnssparandi. Svartvatnið sem safnast frá salernunum er flutt í svartvatnstank, þar sem svartvatn er aðskilið frá grávatni og næringarefni þess nýtt til uppgræðslu á Hólasandi.
Systkinin Gunna Sigga og Kalli, starfsmenn sveitarfélagsins í Höfða munu hafa umsjón með salernishúsinu.
Aðgangur að salernunum kostar 200 kr. og hægt er að greiða í greiðsluvél með greiðslukortum.
Aðstaðan er til fyrirmyndar og bætir umgjörð Höfða sem ferðamannastaðar.