Gréta Ásgeirsdóttir bókavörður lætur af störfum

Á Bókasafni Reykdæla í gærkvöldi var margt um manninn en þá var síðasti vinnudagur Grétu hjá safninu og litu gestir m.a. við til að kveðja Grétu og þakka henni fyrir samskiptin á liðnum árum.

Gréta hóf störf sem bókavörður hjá Bókasafni Reykdæla árið 1980 og hefur því gengt starfinu í 38 ár. Sveitarstjóri færði Grétu blómvönd frá sveitarfélaginu með þakklæti fyrir hennar störf sem hún hefur sinnt af mikilli alúð og hugulsemi öll þessi ár.

Sumarlokun er nú á Bókasafni Reykdæla og opnar aftur mánudaginn 13. ágúst.

 Með því að smella á myndirnar má sjá þær stærri.