Endurbætur á eldhúsi í Stórutjarnaskóla

Þann 8. júní sl. voru á skrifstofu sveitastjóra opnuð tilboð í endurbætur á eldhúsi í Stórutjarnaskóla sem Þingeyjarsveit bauð út lok maí.  Fimm aðilar tóku þátt í verðfyrirspurninni. Tilboð frá Trésmiðjunni Sólbakka ehf. varð hlutskarpast á 100,9% af kostnaðaráætlun.  Í framhaldi verður gengið til samninga við Trésmiðjuna Sólbakka ehf. og gert ráð fyrir að verkið hefjist á næstu dögum.